Leigusamningur við Sambíóin undirritaður í Egilshöll

14.2.2012

Í dag 27. febrúar 2010 skrifuðu Sambíóin / Kringlubíó  og Kvikmyndahöllin ehf. undir samning til 30 ára um leigu á húsnæði undir kvikmyndahús að Fossaleyni 1, Reykjavík (Egilshöll).

Í leigusamningi felst að Kvikmyndahöllin ehf. sem leigusali lýkur við byggingu kvikmyndahússins sem staðið hefur hálfklárað frá hausti 2008. Leigutaki, Sambíóin, mun að því loknu hefja rekstur glæsilegs fjögurra sala kvikmyndahúss eigi síðar en í desember 2010.

Undirritun á leigusamningi við Sambíóin er fyrsta skrefið í að ljúka við þá umfangsmiklu og glæsilegu íþrótta og afþreyingarmiðstöð sem Egilshöll átt að vera og verður

Kvikmyndahúsið

Bíóið verður með fjórum sölum sem allir verða búnir fyrsta flokks aðstöðu. Rými, sætaskipan, sjónlínur og hljóðvist verða eins og best verður á kosið. Salirnir verða 403, 268, 165 og 107 sæta.

Bíósalir verða á annarri hæð hússins, á jarðhæð verður miða- og sælgætissala. Nýtt stórt og glæsilegt anddyri að Egilshöll verður sameiginlegt með annarri starfsemi hússins.

Samhliða framkvæmdum við bíóhús verður lokið við lóðaframkvæmdir umhverfis húsið sem og að fullgera bílastæði.

Frétt hjá RÚV: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497917/2010/02/28/9/