Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Kvikmyndahús – leigusamningur, opnun tilboða

14.2.2012

Reginn ehf. hefur undanfarið haft í undirbúningi að hefja framkvæmdir við að ljúka við byggingu kvikmyndahúss í viðbyggingu við Egilshöll. Tilboð í framkvæmdina verða opnuð mánudaginn 15. febrúar nk.

Í morgun 9.febrúar voru opnuð tilboð í leigusamning v. Kvikmyndahúss við Egilshöll Útboð var lokað og var þremur aðilum boðin þátttaka, einn þeirra þ.e. Myndform (Laugarásbíó) skilaði ekki inn tilboði.

Niðurstaða var eftirfarandi m.v. leigu á mánuði með VSK:

Kringlubíó / Sambíó

Tilboð A - 8.157 þús.kr
Tilboð B - 6.651 þús.kr.

Sena

Tilboð B - 3.157 þús.kr

Skýring á miklum mun tilboða er að finna í mismunandi framsetningu og útreikning á leigufjárhæð þ.e. leigan er veltutengd en með mismunandi grunnleigu. Báðir aðilar bjóða veltutengingu til hækkunar frá ofangreindum grunni. Miðað við framsetningu tilboða þá er ljóst að veltutenging muni minnka mun á tilboðum hratt. Verið er að fara yfir tilboðin og vinna samanburð sem tekur til veltutengingar, styrk bjóðanda o.s.frv.

Það er þó skýrt að niðurstöður útboðs staðfestir þá skoðun okkar að verkefni er þokkalega arðsamt og vel réttlætanlegt að ráðast í þá fjárfestingu sem þarf til að ljúka þessu verki.