Kjarnar Heima halda áfram að styrkjast

Fjölbreytt úrval þjónustu og verslana í kjörnum Heima er sífellt að verða meira og erum við stolt af því að sjá kjarnasvæðin vaxa.
Silfursmári
Smárinn í Kópavogi er miðja höfuðborgarsvæðisins og er svæðið einn af lykilkjörnum félagsins. Í Smáranum hafa Heimar þróað fjölbreytta blöndu húsnæðis fyrir verslanir, veitingastaði, afþreyingu og skrifstofuhúsnæði. Silfursmári er nýjasta viðbótin við Smárasvæðið en þar bjóða Heimar til leigu nútímaleg og einstaklega vel staðsett verslunar- og þjónusturými rétt við Smáralind.
Nýlega hafa spennandi rekstraraðilar opnað í Silfursmára, þar á meðal My Letra, By Lovisa, Hobby og Sport auk ferðaþjónustunnar Verdi og hárstofan Scandi opnar í desember.
Smáralind
Fleiri spennandi rekstaraðilar bætast við í Smáralind en tískuvöruverslunin Gina Tricot opnar á morgun 1. nóvember og seinna sama mánuð opnar beyglustaðurinn Bagel 'n' Co, íþróttabúðin Jói Útherji og Bacco, ítalskur Pop-up veitingastaður.
Hafnartorg
Hafnartorg er verslunar- og þjónustukjarni í hjarta miðborgar Reykjavíkur þar sem hægt er að nálgast úrval af þekktum alþjóðlegum vörumerkjum og veitingastöðum.
Í byrjun nóvember mun Thomsen Reykjavík opna á Hafnartorgi en um ræðir heimili fíns klæðskera í hjarta Reykjavíkur. Gamla bókabúðin opnar svo á Hafnarstræti á nýju ári en verslunin hefur verið í rekstri á Flateyri frá árinu 1914 og er því elsta upprunalega verslun landsins.
Egilshöll
Egilshöll hefur þróast í sterkan og fjölbreyttan afþreyingarkjarna þar sem fjölskyldur og einstaklingar á öllum aldri geta fundið skemmtun og hreyfingu í fyrsta flokks aðstöðu.
Síðasta vor opnaði rafíþróttasalurinn Next Level Gaming í Egilshöll. Þau bjóða upp á hágæða þjónustu, VR svæði, einkaherbergi og stór PC, Playstation og Nintento svæði.
Golfsvítan er svo nýjasta viðbótin í Egilshöll sem opnar á næstu vikum en þar geta einstaklingar og hópar komið og spilað golf saman eða stundað golfæfingar í ró og næði við frábærar aðstæður allt árið.
Þessi viðbót á kjarnasvæðum Heima mun efla það góða starf sem þegar er til staðar og stuðla að enn betri upplifun fyrir viðskiptavini.