Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Hækkun á hlutafé í Reginn hf. (2)

1.4.2016

Í samræmi við 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, tilkynnir Reginn hf. að félagið hefur aukið hlutafé sitt um 126.600.000 krónur að nafnverði. Heimild hluthafafundar er frá 22. mars 2016 og ákvað stjórn Regins á fundi sínum síðar þann sama dag að nýta fyrrgreinda heimild hluthafafundar. Hlutafjáraukningin var skráð hjá Fyrirtækjaskrá og Verðbréfamiðstöð Íslands hf. 23. mars 2016 og tók gildi í kerfum Nasdaq Iceland hf. þann 29. mars 2016. Hlutafjáraukningin er vegna kaupa Regins á fasteignafélögunum Ósvör ehf. og CFV 1 ehf. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gilti ekki um hið nýja hlutafé.

Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna var 1.428.700.000 krónur að nafnverði og er að henni lokinni 1.555.300.000 krónur að nafnverði. Hver hlutur í Regin er ein króna að nafnverði eða margfeldi þar af. Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé. Reginn á ekki eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá. Sölubann gildir um hina nýju hluti þannig að 30% hlutanna verða seljanlegir við afhendingu, 60% eftir 6 mánuði og 100% eftir 9 mánuði frá afhendingu.