Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Collage the Shop hefur opnað á Hafnartorgi

9.6.2023
Lúxusvöru­versl­un­in Colla­ge the Shop hefur opnað á Hafn­ar­torgi. Verslunin býður upp á fjöl­breytt­an tískufatnað og fylgi­hlut­i fyrir konur frá mörgum af vin­sæl­ustu há­tísku­merkj­um heims.

Lúxusvöru­versl­un­in Colla­ge the Shop opnaði á Hafn­ar­torgi í gær og var haldið glæsilegt opnunarteiti af því tilefni. Verslunin býður upp á fjöl­breytt­an tískufatnað og fylgi­hlut­i fyrir konur frá mörgum af vin­sæl­ustu há­tísku­merkj­um heims og má þar nefna Gucci, Saint Laurent, Valentino, Loewe, Burberry, Bottega Veneta, Mulberry, Autry og ReDone jeans.

Alls eru sex Collage the Shop versl­an­ir á Norður­lönd­un­um fyrir og versl­un­in á Hafn­ar­torgi því sú sjöunda í röðinni. „Við höf­um lengi fylgst með þróun versl­un­ar á Íslandi með það fyr­ir aug­um að opna Colla­ge the Shop búð og núna með upp­bygg­ingu Hafn­ar­torgs í miðborg Reykja­vík­ur skap­ast einstakt tæki­færi til að bjóða Íslend­ing­um jafnt sem er­lend­um gest­um aðgang að sum­um af vinsæl­ustu há­tísku­vörumerkj­um heims“ seg­ir Thom­as Møller, for­stjóri Group 88.

Collage the Shop er hluti af fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu Group 88 sem hef­ur verið leiðandi ein­kasölusaðili á há­tísku­vörumerkj­um í Skandi­nav­íu síðan 1988 og rekið af dönsku bræðrun­um Thom­as og Marius Møller. Markmið Collage the Shop er að koma til móts við óskir viðskiptavina um lúxusvörur, innblástur og hágæðaupplifun. Með opn­un versl­un­ar­inn­ar í Reykja­vík er fyr­ir­tækið að styrkja stöðu sína enn frek­ar sem einka­söluaðili há­tísku á Norður­lönd­un­um en Group 88 rek­ur nú fleiri en 30 versl­an­ir í Kaup­manna­höfn, Stokk­hólmi, Gauta­borg, Osló, ásamt öðrum borg­um. Mikið er lagt upp úr hönnun verslana Collage the Shop og er hönnun nýrrar verslunar í höndum dönsku arkitektastofunnar REINHOLDT // RUD.

Colla­ge the Shop bæt­ist í hóp fjölda vandaðra versl­ana á Hafn­ar­torgi en þar er nú þegar að finna yfir 30 rekstraraðila og þar á meðal versl­an­ir 66°Norður, Bi­oef­fect, Casa Bout­ique, Col­lecti­ons, Cos, H&M, H&M Home, GK Reykjavík, Levi‘s, Michel­sen 1909, Mikado, Optical Studio og The North Face. Núna í júní opna einnig á Hafnartorgi glæsileg ljósmyndagallerí, annarsvegar ljómsyndagallerí sem heimsþekktu ljósmyndararnir Chris Burkard og Benjamin Hardman standa að í samstarfi við 66°norður og Brauð & co og svo ljósmyndagalleríið Iurie fine art í eigu annars heimsþekkts ljósmyndara, Iurie Belegurschi. Collage the Shop er staðsett við Geirs­götu á Hafn­ar­torgi, beint á móti Hafn­ar­torgi Gallery.