Áslandsskóli hlýtur BREEAM In-Use vottun með “Very Good“ einkunn
25.10.2024

Áslandsskóli hefur hlotið BREEAM In-Use vottun með einkunnina „Very Good“. BREEAM In-Use er umhverfisvottun fyrir eignir í rekstri sem stuðlar að sjálfbærni, orkusparnaði og umhverfisvænum rekstri.
BREEAM vottunarferlið er eitt það víðtækasta á heimsvísu sem staðfestir að byggingar uppfylli strangar kröfur um sjálfbærni.
Þegar fasteign er vottuð eru ýmsir þættir rekstrar metnir, sem gefur fyrirtækinu yfirsýn yfir mögulegar umbætur og aðgerðir sem auka virði gagnvart starfseminni, umhverfinu og rekstrinum. Slíkar aðgerðir leiða m.a. til lægri rekstrarkostnaðar í formi minni orkunotkunar og lægra kolefnisfótspors. Vottunin staðfestir að eigandi fasteignarninnar hefur sjálfbærni að leiðarljósi og er staðráðinn í að stuðla að bættri samfélagsábyrgð. Aukin sjálfbærni byggingarinnar eykur þannig bæði hagsæld og rekstrarlegan ávinning.
Umhverfisvottanir fasteigna gegna lykilhlutverki í að draga úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem fasteignir félagsins hafa. Með þeim er hægt að greina helstu áhættur sem hver bygging skapar fyrir umhverfið, auk þess sem þær eru staðfesting þriðja aðila á því að rekstraraðili fylgi bestu mögulegum stöðlum í fasteignarekstri. Þær auðvelda einnig upplýsingagjöf til leigutaka varðandi mikilvæga rekstrarþætti, eins og orkunotkun og sorpflokkun, sem er stöðugt vaxandi eftirspurn eftir.
Frá því að Heimar hlutu sína fyrstu BREEAM-In-Use vottun árið 2019 á stærstu eign félagsins, Smáralind, hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að votta eignasafn sitt. Að jafnaði er ein ný fasteign vottuð á ári og ein endurvottuð, þar sem allar eignir þurfa að fara í endurvottun á þriggja ára fresti.
Þegar fasteign er vottuð eru ýmsir þættir rekstrar metnir, sem gefur fyrirtækinu yfirsýn yfir mögulegar umbætur og aðgerðir sem auka virði gagnvart starfseminni, umhverfinu og rekstrinum. Slíkar aðgerðir leiða m.a. til lægri rekstrarkostnaðar í formi minni orkunotkunar og lægra kolefnisfótspors. Vottunin staðfestir að eigandi fasteignarninnar hefur sjálfbærni að leiðarljósi og er staðráðinn í að stuðla að bættri samfélagsábyrgð. Aukin sjálfbærni byggingarinnar eykur þannig bæði hagsæld og rekstrarlegan ávinning.
Umhverfisvottanir fasteigna gegna lykilhlutverki í að draga úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem fasteignir félagsins hafa. Með þeim er hægt að greina helstu áhættur sem hver bygging skapar fyrir umhverfið, auk þess sem þær eru staðfesting þriðja aðila á því að rekstraraðili fylgi bestu mögulegum stöðlum í fasteignarekstri. Þær auðvelda einnig upplýsingagjöf til leigutaka varðandi mikilvæga rekstrarþætti, eins og orkunotkun og sorpflokkun, sem er stöðugt vaxandi eftirspurn eftir.
Frá því að Heimar hlutu sína fyrstu BREEAM-In-Use vottun árið 2019 á stærstu eign félagsins, Smáralind, hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að votta eignasafn sitt. Að jafnaði er ein ný fasteign vottuð á ári og ein endurvottuð, þar sem allar eignir þurfa að fara í endurvottun á þriggja ára fresti.
Í ár, auk Áslandsskóla, hlaut Katrínartún endurvottun og unnið var að vottun á Dvergshöfða 2. Einnig er beðið eftir endurvottun á Borgartún 8-16. Í fyrra fengu Egilshöll vottun og Smáralind endurvottun.